*

Hitt og þetta 2. nóvember 2005

Stígandi sala í tölvukubbum

Samkvæmt tölum frá Semiconductor Industry Association er stígandi sala í tölvukubbum á heimsvísu en það er til marks um grósku í upplýsingatækni. Alls var 5,2% söluaukning í september í samanburði við ágústmánuð og lítillega meira borið saman við september í fyrra. Það merkir að raftækja- og vélbúnaðarframleiðendur hafa keypt tölvukubba fyrir 19,6 milljarða dollara í september og alls endaði 3. ársfjórðungurinn í 8.9% uppsveiflu miðað við ársfjórðunginn á undan.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.