*

Tíska og hönnun 12. ágúst 2013

Stílhrein fegurð í Portúgal

Rétt fyrir utan ys og þys Lissabon situr fallegt og stílhreint hús sem bíður eftir nýjum eigenda.

Hreinar línur, stórir gluggar og endalaust pláss má finna í húsi einu i nágrenni við Lissabon í Portúgal.

Húsið er einstakt og þykir veisla í arkitektúr. Það er 544 fermetrar með fimm stórum svefnherbergjum, sex baðherbergjum, eldhúsi, stórum stofum, bíósal, gestaíbúð, og lyftu.

Uppi á efri hæðinni má horfa út á hafið og nærliggjandi sveitir á meðan legið er í stóru nuddbaðkari.

Allt í kringum húsið er kyrrð og falleg náttúra en um leið er stutt að fara til höfuðborgarinnar Lissabon. Húsið kostar 711 milljónir króna. Fleiri myndir má sjá hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Portúgal  • Fasteignir