*

Tíska og hönnun 22. mars 2013

Stílhreint hús við Genfarvatn

Stórt og nútímalegt hús við Genfarvatn er til sölu. Húsið er sérstakt og þá kannski einna helst vegna „kjallarans," en hann er mjög óvenjulegur.

Stórt og stílhreint hús við Genfarvatn er til sölu í Genthod í Sviss. Húsið er í heildina 1300 fermetrar með neðri hæð en annars er efri hæðin, þar sem aðalíbúðin er, 645 fermetrar.  Nánar er fjallað um eignina hér en þar kemur fram að óskað er eftir tilboðum í eignina. 

Úr öllum herbergjum er útsýni yfir Genfarvatn en hliðin, sem snýr að vatninu, er úr gleri.

Á aðalhæðinni er stór salur sem opnast inn í stofu með gríðarlegri lofthæð. Stór borðstofa, eldhús og fjölskylduherbergi eru einnig á hæðinni. Í húsinu er glerlyfta. Þá eru þrjú svefnherbergi í húsinu og þau eru öll með sér baðherbergi og fataherbergi.

Neðri hæðin (fasteignasalan kallar hana kjallara) er frekar sérstök. Þar er sýningarsalur fyrir fornbíla, bílskúr, fundarherbergi, skrifstofa, innisundlaug, gufubað, tyrkneskt bað og líkamsrækt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Sviss  • Fasteignir  • Genfarvatn