*

Tíska og hönnun 11. nóvember 2013

Stílhreint meistarverk við Luganovatn í Sviss

Einfaldleiki og þægindi eru aðal áherslurnar í hönnun húss sem er til sölu rétt fyrir utan Lugano í Sviss.

Gullfallegt og nýlegt hús er til sölu rétt fyrir utan Lugano í Sviss. Húsið stendur nálægt ítölsku landamærunum með stórkostlegu útsýni yfir Luganovatnið og yfir fjallendi. 

Öll hönnun er fyrsta flokks. Í hverju herbergi á að ríkja kyrrð og þægilegt andrúmsloft. Gluggarnir ná frá lofti og niður í gólf og verönd umlykur hlið hússins sem snýr út að vatninu.

Húsið er rúmlega 600 fermetrar en í því eru meðal annars fimm svefnherbergi og sex baðherbergi, innisundlaug og stórar stofur. 

Nánari upplýsingar má finna hér. 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Sviss  • Fasteignir