*

Hitt og þetta 3. ágúst 2013

Stjórnmálamenn á barmi kvenna

Stjórnmálamenn prýða nú auglýsingaherferð Hope sem er brasilískt undirfatamerki.

Brasilíska undirfatamerkið Hope fór heldur óvanalega leið við að kynna nýju undirfatalínuna sína en barmi kvennanna í auglýsingunni voru andlit stjórnmálamanna.

Á hverjum barmi eru stjórnmálamenn með ólíkar skoðanir kinn við kinn og eru það brjóstahöldin sem draga þá saman. Yfirskrift auglýsingaherferðarinnar er „Hægri og vinstri saman“. Meðal þeirra sem stillt er upp saman eru George Bush og Hugo Chavez, Ronald Reagan og Fidel Castro og Margaret Thatcher og Che Guevara.

Stikkorð: Hope