*

Ferðalög 13. febrúar 2014

Stjórnvöld í Kína ráðast gegn strípalingum

Þeir sem vilja sóla sig allsberir í sumarfríinu ættu ekki að fara til Hainan eyju.

Kínversk stjórnvöld hafa farið í aðgerðir gegn fólki sem aðhyllist naktan lífstíl á ströndum Hainan eyju sem er vinsæll ferðamannastaður í Kína. Oftast nær er um miðaldra karlmenn að ræða sem svipta sig klæðum, yfirvöldum til mikillar gremju. 

Strendurnar í kringum hafnarborgina Sanya eru mjög vinsælar hjá ferðamönnum og þeim sem kjósa að sóla sig allsberir. Þrátt fyrir algjört lögbann við nekt hefur fólk hópast á strendurnar árum saman og berað sig, stundum allt að 500 manns í einu.

Yfirvöld notast við kalltæki og eftirlitsmyndavélar en einnig hefur lögreglan hafið eftirlitsgöngur um ströndina og er sú aðgerð hugsuð til að fæla frá líklega strípalinga.

Ríkisfjölmiðillinn Xinhua hefur fjallað um viðurlögin við nekt en þeir sem hyggjast fara úr öllu mega búast við varðhaldi í fimm til tíu daga. Lengd á varðhaldinu fer eftir alvarleika brotsins, í þessu tilfelli, nektarinnar, hvernig sem það nú er mælt.  

Stikkorð: Kína  • Nekt  • Kína  • Vitleysa