*

Veiði 13. október 2014

Stofnuðu veiðifyrirtækið Iceland Outfitters

Iceland Outfitters er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í veiðiferðum fyrir erlenda ferðamenn.

Stefán Sigurðsson, sem lengi starfaði sem sölustjóri hjá Lax-á, hefur stofnað fyrirtækið Iceland Outfitters ásamt eiginkonu sinni, Hörpu Hlín Þórðardóttur en hún starfaði einnig hjá Lax-á um árabil.

Iceland Outfitters er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í veiðiferðum fyrir erlenda ferðamenn. Stefán segir að boðið verði upp á stang- og skotveiðiferðir, allt frá dagsferðum upp í lengri túra. Hann segir að Iceland Outfitters sé ekki með neina á á leigu eins og er en það geti vel breyst með tímanum.