*

Bílar 4. maí 2013

Stór bílasýning í Fífunni

Sýningin Allt á hjólum fer fram um helgina.

,,Dagurinn hefur farið mjög vel af stað og og gestir hafa streymt hingað á sýninguna á fyrsta klukkutímanum. Við búumst við að fá fleiri gesti yfir helgina en á sýninguna fyrir tveimur árum en þá komu um 15 þúsund manns,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandins en sambandið stendur fyrir stórsýningu á bílum og tækjum í Fífunni nú um helgina. Á sýningunni sem ber heitið Allt á hjólum verður að finna nýjustu bíla á markaðnum, auk þess sem fjöldi bíla hefur sérstaklega verið fluttir til landsins í tilefni sýningarinnar.

Sýnt verður á 4.000 fermetrum og eru sýnendur öll helstu bílaumboð landsins ásamt fyrirtækjum sem bjóða vörur og þjónustu sem á einn eða annan hátt tengjast farartækjum. Á sýningunni verða nefnilega einnig kynnt hjólhýsi, fellihýsi, fjármögnunarfélög sem sérhæfa sig í lánveitingum til bíla-og tækjakaupa, olíufélag, auk aðila sem bjóða upp á alls kyns rekstrarvörur sem og menntunaraðila í bílgreininni. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og opnunartími sýningarinnar verður frá kl. 11 til 18 í dag og 11 til 16 á morgun.

 

Stikkorð: Allt á hjólum