*

Bílar 19. nóvember 2016

Stór og mikill lúxusjeppi

Talsverðar breytingar eru á hinum nýja GLS miðað við forverann hvað varðar hönnun og búnað.

Þýski lúxusbílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur á síðustu mánuðum komið fram með nýtt nafnakerfi á jeppalínu sína og komið með þá fram á sjónarsviðið uppfærða í útliti, búnaði og aksturseiginleikum. Má þar nefna GLA, GLC og GLE. Stærsti jeppinn í línunni GLS var kynntur í breyttri mynd á dögunum en hann hét áður GL. 

Hinn nýi GLS er stór og mikill á velli enda flaggskip jeppaflota Mercedes-Benz. Talsverðar breytingar eru á hinum nýja GLS miðað við forverann hvað varðar hönnun og búnað. Mesta breytingin er sýnileg á framendanum og sver hann sig þar í ætt við aðra nýhannaða Mercedes-Benz jeppa. Hann er með kraftalegar línur bæði að framan og aftan. Þar er grillið mjög öflugt og LED ljósin að framan gefa skemmtilega birtu.

GLS er með mjög góða aksturseiginleika eins og búast má við af flaggskipi jeppalínu þýska lúxusbílaframleiðandans í Stuttgart. Jeppinn er með Airmatic loftpúðafjöðrun og búinn fimm akstursstillingum sem er hluti af Dynamic Select kerfinu. Stillingarnar eru Comfort og Sport auk torfæru- og snjóstillingar. Fimmta stillingin er síðan  individual eða einstaklingsstilling og gerir ökumanni kleift að forrita akstursstillingu eftir eigin höfði. Þetta er svolítið skemmtilegur fídus sem væntanlega flestir eigendur jeppans munu nýta sér. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér

Stikkorð: GLS  • Mercedez-Benz