*

Bílar 8. mars 2015

Stór og stæltur

Þriðja kynslóð Kia Sorento var kynnt fyrir Íslendingum um síðustu helgi. Jeppaunnendur hafa margir beðið spenntir eftir þessum vinsæla jeppa.

Róbert Róbertsson

Suður-kóreski bílaframleiðandinn hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og komið fram með nýjar og spennandi gerðir af bílum sínum. Það er ekki síst hönnunin sem hefur heppnast vel hjá Kia og má þar helst þakka að Þjóðverjinn Peter Schreyer var ráðinn yfirhönnuður bílaframleiðandansfyrir nokkrum árum. Schreyer hafði áður verið yfirhönnuður hjá Volkswagen og Audi og kann að hanna flotta bíla. Það endurspeglast í hinum nýja Sorento.

Jeppinn fékk á dögunum hin virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaun iF Design í flokki jeppa og jepplinga fyrir fallegahönnun. Kia Sorento hefur fengið nýtt og nútímalegra útlit. Jeppinn er með kraftalegan framenda með stærra grilli og lengri vélarhlíf. Aftursveigð framljósin og áberandi þokuljósin gefa jeppanum einnig sterkt útlit. Raunar er jeppinn allur kraftalegri en áður. Afturendinn er með flottum LED ljósum og útlitið ber það með sér að hafa verið endurhannað frá grunni. Þakið er lægra en axlarlínan hærri sem gefurhonum enn sportlegra útlit.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Kia Sorento