*

Tíska og hönnun 29. október 2013

Stórglæsilegt hús við hafið

Á Hamptonsvæðinu í New York fylki er magnað hús til sölu sem byggt var nýlega í enskum stíl.

Gullfallegt og voldugt hús er til sölu við Sag Harbor í New York fylki.

Húsið var byggt 2005 og er í enskum stíl. Byggingarefnin eru þau sömu og notuð eru í stórum hefðarsetrum í Englandi.

Húsið er 930 fermetrar en þrátt fyrir stærðina er það hlýlegt enda panell víða á veggjum og stórar kamínur í stofum og svefnherbergjum. Í húsinu eru sex svefnherbergi, átta baðherbergi, lyfta á milli hæða og stórkostlegt útsýni yfir hafið.

Á lóðinni er sundlaug og heitur pottur sem nota má allan ársins hring. Þar er líka körfubolta- og tennisvöllur, strandaðstaða og bílskúr fyrir fjóra bíla.

Ekki kemur fram á fasteignavefnum hvar á Sag Harbor svæðinu húsið stendur en East og South Hampton teljast til Sag Harbor. Enda kostar eignin sitt eða 36 milljónir dala eða rúma 4,3 milljarða króna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hamptons