*

Bílar 14. febrúar 2019

Stóri jeppadagurinn hjá Toyota

Kynntir verða Hilux með 33" Invincible pakka, Land Cruiser 150 með 33" Adventure pakka og nýr RAV4.

Hin árlega jeppasýning Toyota verður haldin í Kauptúni á morgun, laugardag kl 12-16. Þetta er tíunda árið sem hún er haldin og er sýningin orðin einn af fastaþáttunum í lífi og starfi jeppa og útivistarfólks. 

Á sýningunni má sjá allt það besta sem Toyota hefur fram að færa í ferðalagið. Kynntir verða Hilux með 33" Invincible pakka, Land Cruiser 150 með 33" Adventure pakka og nýr RAV4 sem kynntur var í byrjun janúar og hefur fengið frábærar viðtökur. Einnig verða ýmsar aðrar útgáfur af þessu frábæru jeppum á staðnum meðal annars sérútbúnir hjálparsveitabílar og aðrir bílar sem notaðir eru við krefjandi aðstæður.

Ellingsen kynnir fjórhjól, sexhjól, Buggybíla og fleiri græjur. GG sport verður með allt í sjósportið. Klettur kynnir dekk. Feed the Viking kynnir hollt snakk fyrir ferðalagið og Brenderup kerrur fyrir græjurnar verða til sýnis. Auk þess mun Ferðafélag Íslands kynna spennandi ferðir á sýningunni og Tómas Guðbjartsson, læknir segir ferðasögur og John Snorri Sigurjónsson mun segja frá ferð sinni á K2, hættulegasta tind í heimi.