*

Veiði 30. júlí 2012

Stórir fiskar á land

Fréttir af stórum fiskum sem koma á land virðast nú rata fyrst á Facebook-síðu Veiðiflugna.

Fréttir af stórum fiskum sem koma á land virðast nú rata fyrst á Facebook-síðu Veiðiflugna. Þannig birtist fréttin af risanum sem Árni Baldursson veiddi í Aðaldalnum fyrst þar eftir því sem best er vitað. Svo kom mynd af því þegar Mjöll Daníelsdóttir veiddi 24 punda hæng í Presthyl í Laxá.

Og síðast biðu fylgjendur Veiðiflugna eftir mynd af 111 cm laxi sem veiddist í Aðaldalnum. Og biðu enn í gærmorgun. Það er góð tenging við Aðaldalinn af Langholtsveginum.

Stikkorð: Veiði