*

Tíska og hönnun 5. mars 2014

Stórkostlegt hönnunarlistaverk við Frönsku Rivíeruna

Hús, sem búið er allri nýjustu tækni og stendur á besta stað við Frönsku Rivíeruna, er nú til sölu.

Á yndislegum stað við Frönsku Rivíeruna, rétt fyrir utan Cannes, er hús húsanna til sölu. Heima hjá þessu fólki hefur sennilega alltaf verið gaman. Sjáiði þessa dýrð? Og nú er þetta allt saman til sölu fyrir aðeins tólf og hálfa milljón evra eða tæplega tvo milljarða króna.

Húsið stendur á besta stað á Frönsku Rivíerunni rétt fyrir utan Cannes. Húsið er búið nýjustu tækni og státar það af Gaggenau eldhústækjum. Eldhúsið var síðan hannað af Nicholas Anthony af Knightsbridge í London með Poggenpohl húsgögnum. Skúffurnar eru tengdar rafmagni og öll lýsing er fjarstýrð.

Í húsinu er fjölskylduherbergi, borðstofa, fjögur stór svefnherbergi en það stærsta er 100 fermetrar með setustofu, fataherbergi og stóru baðherbergi. Í borðstofunni er hægt að lækka borðstofuborðið með fjarstýringu og þá breytist það í sófaborð. Aðkoman að húsinu þykir sérstaklega glæsileg eins og sjá má á myndunum.

Allar nánari upplýsingar um eignina má finna hér.