*

Bílar 29. júní 2014

Stórskemmtilegur lúxussportbíll

Við reynsluókum Mercedes-Benz SL350 á dögunum. Það fannst varla munur á því hvort ekið var á 100 km hraða eða 180 km hraða.

Róbert Róbertsson

Sjötta kynslóð Mercedes- Benz SL kom á götuna fyrir tveimur árum. Bíllinn er ekki ennþá kominn til Íslands. Því notuðum við tækifærið á ferð okkar um Bæjaraland og tókum hann í reynsluakstur.

Við fengum bílinn afhentan í München, heimavelli BMW. Þrátt fyrir að vera ekki lengur hvítvoðungur vakti SL-inn mikla athygli á götum borgarinnar. Hann var af gerðinni SL350 og vel búinn.

Ferðinni var heitið í Neuschwanstein- kastalann suðvestur af borginni. Leiðin er sambland af hraðbraut og þrengri vegum og götum. Hluta úr leiðinni ókum við rómantísku leiðina, sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna í suðurhluta Bæjaralands.

SL er lúxusbíll sem á að vera þægilegur í akstri á lengri leiðum (e. grand tourer). Aksturinn var mjög skemmtilegur á hraðbrautinni, vélarhljóðið fallegt og krafturinn ágætur. Það fannst varla munur á því hvort ekið var á 100 km hraða og 180 km hraða. Sjö þrepa sjálfskiptingin er algjör draumur og snerpan allt önnur þegar stillt var á sportstillinguna, af þægindastillingunni.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaði Viðskiptablaðsins sem kom út á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Mercedes Benz SL