*

Menning & listir 14. nóvember 2013

Stórslysamynd Warhols slegin fyrir metfé

Stóru uppboðshúsin slá hvert metið á fætur öðru.

Hvert metið af öðru er slegið hjá stóru uppboðshúsunum um þessar mundir. Mynd eftir breska málarann Francis Bacon af Lucien Freud var slegin fyrir metfé á uppboði hjá Christie's á þriðjudag. Í gærkvöldi var svo stórslysamynd eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol slegin á 105,4 milljónir dala, jafnvirði næstum 13 milljarða íslenskra króna hjá uppboðshúsi Sotheby's í New York. Annar eins verðmiði hefur aldrei áður sést á mynd eftir Warhol. Þá er þetta næsthæsta verðið sem greitt hefur verið fyrir nútímalistaverk hjá uppboðshúsi. Verk Bacons trónir þar á toppinum. 

Breska dagblaðið Financial Times segir að upphafsverð á uppboðinu hafi verið 80 milljónir dala og hafi tveir ónafngreindir einstaklingar barist um verkið í gegnum síma.

Fram kom á VB.is um helgina að listaverkaunnendur og fjárfestar hafi beðið spenntir eftir niðurstöðu uppboðsins. 

Stikkorð: Andy Warhol  • Christie's  • Sotheby's