*

Bílar 12. júní 2019

Stórsýning á Mazda

Brimborg blæs til stórsýningar Mazda á laugardaginn í Reykjavík.

Brimborg blæs til stórsýningar Mazda á laugardaginn í Reykjavík. „Á sýningunni frumsýnum við geggjaðan Mazda3 SEDAN og til viðbótar verða Mazda2, Mazda CX-5 og Mazda6 sedan á einstökum sýningartilboðum. Sýningin er haldin í sýningarsal Mazda við Bíldshöfða 8 í Reykjavík. Opið frá kl. 12-16," segir i tilkynningu frá Brimborg.

„Með nýrri hönnun Mazda3 SEDAN færir japanski bílaframleiðandinn sig inn á lúxusbílamarkaðinn með gríðarlega vel búnum bíl, með nýrri M-Hybrid vélartækni og á frábæru verði. Mazda hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi í áratugi sem skilar sér í frábærri endursölu. Mazda eigendur elska að keyra og nú er komið að þér að upplifa tilfinnninguna að keyra nýjan Mazda. Brimborg frumsýnir Mazda3 SEDAN með nýrri M-Hybrid tækni sem minnkar eldsneytisnotkun, dregur úr losun CO2 og eykur afl. Nýr Mazda3 SEDAN er gríðarlega vel búinn á einstöku verði."

„Nú hefst nýr kafli í sögu Mazda. Nýr Mazda3 er hannaður með hegðun og hreyfingu mannsins að leiðarljósi svo þú upplifir afburða akstur. Með SkyActiv - bíltækninni bregst Mazda3 við öllum fyrirætlunum þínum með fyrirsjáanlegum viðbrögðum. Innra rýmið hefur verið hannað með einstökum gæðaefnum og með notandann í fyrirrúmi. Þú finnur strax í fyrsta akstri hvernig dregið hefur verið úr óþarfa hávaða og titringi til að skapa afburða akstursupplifun. Hönnun Mazda3 er einstök og dásömuð af sérfræðingum um allan heim. Mazda3 er sannkallað listaverk að utan sem innan – sannkölluð veisla fyrir skynfærin."