*

Tíska og hönnun 4. mars 2013

Stórt hús á ótrúlegri landareign - Myndir

Suður af Golden Gate brúnni í einu dýrasta póstnúmeri í Bandaríkjunum er stór herragarður til sölu.

Merkilegt og sögufrægt hús í bænum Hillsborough er nú til sölu. Bærinn Hillsborough er á milli San Francisco og Silicon Valley þar sem byggð er þétt og stórar jarðir sjaldgæfar en húsið stendur á 19 hektara landareign.

Húsið, sem er í miðjarðarhafsstíl og er 1500 fermetrar, hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í 150 ár samkvæmt fasteignavefnum Sotheby´s

Arkitektarnir Bliss & Faville teiknuðu húsið og innanhúsarkitektin Anthony Hall sá um hönnunina. Í húsinu er stór salur fyrir móttökur og veislur, stofa, bókasafn og síðan er garðskáli á lóðinni. Magnað útsýni er yfir garðinn yfir til San Francisco.  

Húsið þykir sérstaklega eftirsótt og óvenjulegt því landareignin er mjög stór sem er, eins og áður sagði, óvenjulegt á þessum slóðum. Enda kostar húsið sitt og er sett á það 100 milljónir dala eða 12,48 milljarða króna. 

 

 

 

 


Stikkorð: Fasteignir  • San Francisco