*

Tíska og hönnun 16. maí 2013

Strandhús þar sem húsið og ströndin verða eitt

Fyrir áhugafólk um falleg hús við sjávarsíðuna þá er hér til sölu hús sem þykir sérstaklega vel heppnað.

Hús sem þykir algjörlega einstakt í hópi strandhúsa er til sölu. Húsið var gert upp árið 2008 og er 548 fermetrar. Keyrt er í gegnum stórt hlið þegar komið er að húsinu. Innkeyrslan er löng og tennisvöllur, falleg ljós og tré ramma leiðina inn. 

Um leið og komið er inn í húsið blasir við stórkostlegt útsýni yfir hafið. Gluggar ná upp í loft og niður í gólf. Öll hönnunin er opin og lögð er áhersla á að stofa, borðstofa og eldhús séu hluti af ströndinni.

Í húsinu eru fimm svefnherbergi og sjö baðherbergi. Á lóðinni er líka sér gestahús þar sem átta manns geta gist. Nánari upplýsingar má finna hér en húsið kostar rúman 3,5 milljarð króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Kalifornía