*

Sport & peningar 24. janúar 2016

Strangar reglur um vörumerkin

Samstarfsaðilar KSÍ greiða háar fjárhæðir fyrir að tengja sig við vörumerki sambandsins.

Alexander Freyr Einarsso

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í sínu fyrsta stórmóti þegar EM 2016 í Frakklandi fer fram í sumar. Með frábærri undankeppni tókst liðinu að skrá sig á spjöld sögunnar undir handleiðslu þeirra Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar og má búast við því að fjöldi stuðningsmanna fylgi liðinu til Frakklands.

Utan vallar hefur starfsfólk Knattspyrnusambands Íslands einnig nóg á sinni könnu í undir­búningi fyrir mótið. Þeirra á meðal er Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, en eitt af því sem hann þarf að hafa auga með er óheimil notkun á vörumerkjum sambandsins, þá helst íslenska landsliðinu. Mörg fyrirtæki sem ekki eru beinir styrktaraðilar KSÍ hafa gert sig sek um að nota landsliðið til að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri, en slíkt er ekki leyfilegt.

„Undanfarin ár hefur orðið mun ríkari krafa um einkarétt styrktar­aðila, ekki bara hjá KSÍ heldur líka UEFA (Knattspyrnusambandi Evrópu) og víðar. Það eru býsna mikil verðmæti í vörumerkjum KSÍ og þess vegna tókum við m.a. það skref síðastliðið haust að hefja samstarf við PIPAR/TBWA um vörumerkjavöktun,“ segir Ómar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinnTölublöð.

Stikkorð: KSÍ