*

Heilsa 19. desember 2013

Stressgenið tengt við hjartaáföll

Nú þurfa allir að anda rólega og slaka á. Sérstaklega fólk sem stressast auðveldlega.

Svokallað stressgen hefur verið tengt við auknar líkur á því að fólk fái hjartaáfall eða hjartasjúkdóm. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var Duke University School of Medicine.

Hjartasjúklingar sem eru með stressgenið eru útsettari fyrir hjartasjúkdómum og eru 38% meiri líkur á því að þeir fái hjartaáfall eða deyi úr hjartasjúkdómum heldur en þeir sem ekki eru með genið.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að með þessari uppgötvun verður vonandi hægt að þróa lyf fyrir þá sem teljast í mestri hættu. Rannsóknin styður einnig þá kenningu að stress og álag geti haft bein áhrif á starfsemi hjartans.

BBC segir frá niðurstöðunum í dag.

Stikkorð: Stress  • Hjartasjúkdómar