*

Menning & listir 7. nóvember 2015

Streymið vegur þungt

Heildartekjur alþjóðlegra tónlistarútgefenda hafa dregist saman og samsetning tekna hefur breyst umtalsvert á síðustu árum.

Kári Finnsson

Tónlistarhátíðin Airwaves hófst miðvikudaginn síðastliðinn og mun standa til morgundagsins. Er þetta sextánda árið sem hátíðin er haldin og er búist við mörgþúsund gestum, innlendum sem erlendum, þetta árið. Á síðasta ári mættu í kringum 9.100 gestir og hefur þeim fjölgað um rétt rúm 70% frá árinu 2010. Í könnun á vegum ÚTÓN sem birtist í sumar kemur fram að erlendir ferðamenn sem sóttu Airwaves-hátíðina heim á síðasta ári eyddu samtals um 1.620 milljónum króna. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru 118.514 krónur og var meðallengd dvalar þeirra 7,4 dagar.

Heildartekjur hafa dregist saman

Ljóst er að markaðurinn fyrir tónlist hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum í takt við netvæðinguna. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB og Íslandsbanka, hefur tekið saman gögn um tónlistarmarkaðinn á heimsvísu en VÍB stóð fyrir fundi um tónlistarmarkaðinn í tengslum við síðustu Airwaves hátíð þar sem margt forvitnilegt kom í ljós. Að sögn Björns hafa heildartekjur alþjóðlegra tónlistarútgefenda dregist saman frá því geisladiskurinn var hvað vinsælastur um aldamótin. „Samsetning tekna hefur líka breyst umtalsvert, en í dag skilar sala stafrænnar tónlistar jafn miklum tekjum og geisladiska- og plötusala og vegur vöxtur streymis þar þungt,“ segir hann. „Í Bandaríkjunum hefur þróunin verið umtalsvert hraðari og er stafræn tónlist þar tveir þriðju markaðarins þegar litið er til tekna.“ 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Íslandsbanki  • Tónlist  • VÍB  • Airwaves  • Björn Berg Gunnarsson  • ÚTÓN  • Spotify