*

Hitt og þetta 9. mars 2020

Strumpar hræðast ekki COVID-19

Þúsundir manns söfnuðust saman í strumpabúningum um helgina þrátt fyrir að samkomubann.

Þrátt fyrir að fólki víð um sé ráðlagt eða jafnvel skylt að safnast ekki saman í stórum hópum er ekki hægt að segja að aðdáendur strumpanna hræðist kórónuveiruna. 

Um helgina safnaðist hópur fólks saman í Landerneau í vesturhluta Frakklands til þess að freista þess að slá heimsmet yfir flesta strumpa samankomna þrátt fyrir að yfir 1.000 manna samkomur hafi verið bannaðar í landinu. Alls 3.500 manns voru saman kominn og tókst þeim ætlunarverk sitt um að bæta fyrra met sem sett var í Þýskalandi árið 2016 þegar 2.149 strumpar komu saman.

Afraksturinn má sjá í myndbandi frá AFP fréttastofunni hér að neðan.