*

Menning & listir 23. apríl 2013

Stuttmynd um Bláa lónið á alþjóðlegri kvikmyndahátíð

Blue Lagoon verk Kitty Von-Sometime hefur verið valið til sýninga á alþjóðlegri stuttmyndahátíð í Þýskalandi

Blue Lagoon þáttur breska leikstjórans Kitty Von-Sometime hefur verið valinn til sýninga á Detmold International Film Festival sem haldin verður dagana 31. maí – 9. júní.  Á heimasíðu hátíðarinnar  kemur fram að 3000 myndir frá 86 löndum hafi verið sendar inn og 318 valdar til sýninga. 

Kvikmyndahátíðin er nú haldin í níunda sinn og er þekkt bæði innan Þýskalands og utan. Áhersla hátíðarinnar er á stuttmyndir en aðrir lifandi listviðburðir, til dæmis tónleikar setja einnig svip sinn á hátíðina.

Verk Kitty Von Sometime er í formi myndbands þar sem áherslan er á endurfæðingu og sjálfstraust: „Konurnar sem taka þátt í verkinu verða að verum í vatninu. Smátt og smátt hverfa þær frá áhorfandanum og inn í sinn eigin heim þar sem þær sameinast vatninu og uppgötva eigin styrkleika,“ segir Kitty. Sjá má verkið með því að smella hér

Stikkorð: Bláa lónið  • Stuttmyndir