*

Bílar 30. október 2014

Styttist í Kia Soul EV

Rafmagnsbíllin Kia Soul EV verður kynntur hjá Bílaumboðinu Öskju í nóvember.

Rafmagnsbíllinn Kia Soul EV verður kynntur hjá Bílaumboðinu Öskju í nóvember en þetta er fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir fyrir alþjóðlegan markað.

Kia Soul EV er byggður á nýjustu kynslóð Kia Soul sem er með bensín- og dísilvél, báðum 1,6 lítra. Rafmagnsbíllinn er knúinn 81,4 kílóvatta rafmótor sem skilar 285 NM togi til hjólanna. Bíllinn er innan við 12 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið en hámarkshraði hans verður um 145 km/klst.

Í bílnum verður búnaður er endurnýtir hemlunarorku og skriðorku og skilar henni til rafgeymanna. Bíllinn hefur 212 km drægni við bestu hugsanlegar aðstæður.