*

Sport & peningar 26. júní 2014

Suarez frá í fjóra mánuði

Luis Suarez mun ekki taka þátt í upphafi næsta leiktímabili ensku deildarinnar.

Knattspyrnumanninum Luis Suarez hefur verið meinað að taka þátt í allri knattspyrnu næstu fjóra mánuði. FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, tilkynnti þetta í dag eins og fram kemur á vefnum This is Anfield. 

Þetta þýðir að Suarez sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool mun missa af upphafi leiktímabils ensku deildarinnar í haust og einnig hluta af meistaradeildinni. Keppnisbanninu lýkur þann 25. október.

Suarez komst í fréttirnar þegar hann beit Giorgio Chiellini mótherja sinn í leik Úrúgvæ á móti Ítalíu á HM í Brasilíu á dögunum. 

Stikkorð: Suarez