*

Hitt og þetta 1. mars 2013

Súkkulaði: Hvert fara peningarnir? - Myndband

Samtök gegn fátækt, Oxfam, skora á helstu súkkulaðifyrirtæki heims að kanna aðstæður kakóbænda.

Aðeins lítill hluti af peningnum sem við borgum fyrir súkkulaði fer til kakóbænda samkvæmt tölum frá Oxfam, samtökum sem berjast gegn fátækt. Þrisvar sinnum meira fer til markaðsfyrirtækja.

Í greiningu Oxfam kemur líka fram að konur sem vinna við kakóbaunaræktun fá minna fyrir baunirnar en karlarnir. Að auki bjóðast konum ekki sömu tækifæri þegar kemur að þjálfun og öðrum tækjum til að afla sér aukinna tekna.

Oxfam skorar á helstu súkkulaðifyrirtækin, Mars, Mondelez International og Nestlé að rannsaka aðstæður bænda sem rækta kakóbaunir og sjá til þess að þeir fái meira í sinn hlut.

Þar sem súkkulaðiauglýsingar eiga oft að höfða til kvenna, ákvað Oxfam að gera eftirfarandi myndband til að vekja fólk til umhugsunar um aðstæður bænda.

 

Stikkorð: Súkkulaði  • Oxfam