
Ný rannsókn sem birt var í Nature Neuroscience á dögunum gefur til kynna að súkkulaðineysla gæti verið til þess fallin að koma í veg fyrir minnistap hjá eldra fólki.
Rannsóknin skoðaði áhrif drykkja með háu og lágu kakómagni á 37 einstaklinga á aldrinum 50 til 70 ára. Heilar þátttakenda voru rannsakaðir í sneiðmyndatöku þar sem kom í ljós að þeir sem höfðu neytt drykkja með háu kakómagni stóðu sig betur á minnisprófum.
Sitt sýnist hins vegar hverjum um áreiðanleika niðurstaðnanna þar sem rannsóknin var fjármögnuð af sælgætisfyrirtækinu Mars.