*

Sport & peningar 19. júlí 2013

Sullivan kaupir fjórðung í West Ham

David Sullivan keypti á dögunum fjórðungshlut í West Ham af CB Holding, sem nú er í eigu íslenskra banka.

Davið Sullivan, annar tveggja formanna enska knattspyrnufélagsins West Ham, hefur aukið hlut sinn í félaginu og á nú 55,6% hlutafjár.

Í frétt írska blaðsins Independent segir að Sullivan hafi nýlega keypt fjórðungshlut í West Ham af CB Holding, félags sem búið var til af Straumi utan um eignarhlutinn sem Björgólfur Guðmundsson missti eftir hrunið.

Fjárfesting Sullivan er hluti af endurskipulagningu á skuldum West Ham. Hinn stjórnarformaðurinn, David Gold á 30,6% hlut í West Ham og CB Holding á nú um 10% hlut í félaginu.