*

Ferðalög & útivist 11. apríl 2013

Bestu löndin fyrir ketti og vini þeirra

Til eru skemmtilegir staðir um víða veröld fyrir ketti. Kaffihús, skemmtigarðar, söfn og tívolí, allt fyrir köttinn.

Hér koma bestu staðirnir til að heimsækja ef skemmta á kettinum í fríinu. CNN tók saman lista yfir lönd þar sem þarfir kattarins eru í fyrirrúmi. Sjá nánar hér

Japan þykir skemmtilegasta land í heimi ef taka á köttinn með í sumarleyfið. Ekki nóg með að í Japan séu flestir kettir miðað við höfðatölu þá er mikið úrval kaffihúsa fyrir ketti í Tókýó. Þar mega kettirnir liggja uppi um alla veggi, í sérstökum stólum eða bara í fanginu á eigandanum. Og gleymum ekki Hello Kitty skemmtigarðinum í Japan þar sem kötturinn getur aldeilis leikið lausum hala og sýnt sig og séð aðra. 

Annar staður sem nefndur er í greininni er Róm á Ítalíu. Þar er stór garður tileinkaður heimilislausum köttum þar sem þeir geta gengið um frjálsir og áhyggjulausir. Í Ypres í Belgíu væri upplagt að kíkja á kattahátíðina The Kattenstoet sem haldin er þriðja hvert ár, annan sunnudag í maí. Og í Amsterdam fá munaðarlausir kettir að sigla um kanala í húsbát. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Kettir  • Ferðalög