*

Hitt og þetta 30. ágúst 2006

Sumarhallir ríka fólksins

Undanfarin ár hafa stórkallar verið að sækjast eftir lóðum undir sumarvillur sínar í Fljótshlíðinni. Þar má m.a. fræga nefna Hörð Sigurgestsson, fyrrum Eimskipsforstjóra, Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar, Björn Bjarnason dómsmálaráðaherra og Óskar Magnússon, forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar. Í mörgum tilfellum er þó um miklu meira en sumarvillur að ræða því eigendur sumra þeirra hafa skráð sitt lögheimili í Fljótshlíðinni, eins og Óskar Magnússon. Heyrst hefur að enn sæki peningamenn í hlíðina fögru, því Bakkabræður, annar eða báðir, muni vera að hefja byggingu á 118 milljóna króna glæsisloti í hlíðinni. Sagt er að það verði uppsteypt á fimm pöllum og klætt utan með harðviði.