*

Tíska og hönnun 10. maí 2013

Sumarhús í Suður-Frakklandi

Þrjú hús, sundlaug og sundlaugarhús standa á fallegri lóð með útsýni yfir frönsku rivíeruna. Allt fyrir tæpa þrjá milljarða króna.

Í einu af fallegustu héruðum Frakklands, rétt fyrir norðan Cannes, er mjög skemmtileg eign til sölu. Hún samanstendur af þremur húsum, sundlaug og sundlaugarhúsi.

Stærsta húsið stendur efst á lóðinni. Í því er stór stofa, borðstofa, bókasafn, eldhús og tvö stór svefnherbergi með sér baðherbergjum. Á efri hæðinni er stór skrifstofa og lesstofa. Í hinum tveimur húsunum eru þrjú svefnherbergi í hvoru um sig, þrjú baðherbergi og stofur. 

Eignin kostar þrjá milljarða. Nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Suður-Frakkland