*

Tíska og hönnun 19. mars 2014

Sumarhús lífsins

Í einu glæsilegasta sumarhúsi í Southampton er nóg pláss og gullfallegt útsýni.

Ein eftirsóttasta eign Southampton er til sölu fyrir 98 milljónir dala. Lóðin umhverfis húsið er óvenjustór eins og sést í myndasafninu hér að ofan. 

Húsið sjálft er 1200 fermetrar og var byggt í kringum 1920. Í gegnum tíðina hafa heimsþekktir innanhússhönnuðir verið fengnir til að koma að viðhaldi og gera það nútímalegra. Þó hefur það fengið að halda upprunalega stílnum. Í loftum eru hvelfingar, granít er á gólfum og útgengi er á fallega verönd úr nær öllum herbergjum.

Á lóðinni er sundlaug, sundlaugarhús og garðhús.

Fyrri eigendur eru margir hverjir þekktir eins og Woolworth fjölskyldan og Edmund C. Lynch, stofnandi Merrill Lynch. 

Nánari upplýsingar má finna hér á fasteignavef Sotheby´s

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Southampton