*

Menning & listir 5. júlí 2014

Sumarsýning og gjörningur

Sumarsýning Hverfisgallerí og ný sýning í Kunstschlager opna í dag.

Nóg er um að vera fyrir unnendur myndlistar í dag en vegleg sumarsýning Hverfisgallerís opnar í dag auk þess sem að ný sýning opnar í gallerí Kunstschlager í kvöld.

Opnun sumarsýningar Hverfisgallerís við Hverfisgötu 4 stendur frá 16 - 18 í dag en á sýningunni eru verk eftir nítján listamenn frá Íslandi, Bandaríkjunum, Belgíu og Finnlandi. Þar á meðal eru verk eftir Georg Guðna, Guðjón Ketilsson, Hrafnhildi Arnardóttur og Magnús Kjartansson.

Klukkan 20:00 opnar sýning breska gjörningalistamannsins Paul Kindersley í Gallerí Kunstschlager við Rauðarárstíg. Kindersley er þekktur fyrir Youtube gjörninga sína en á sýningunni sem ber titilinn #TheBritishAreCumming lofar hann að umbreyta galleríinu í lifandi gjörning.