*

Hitt og þetta 22. júlí 2013

Sundlaug og bíósalur í einu og sama herberginu

Sundlaugin í höll einni í Bretlandi er tilvalin fyrir sjónvarpssjúklinginn sem nennir samt í sund.

Þegar maður hélt að þeir hefðu fundið upp allan þann lúxus þegar sundlaugar eiga hlut að máli þá datt einhverjum í hug að skella bíósal og sundlaug saman í eitt.

Í höll sem kallast The Kingston Mansion í Bretlandi má sjá sundlaug sem er líka bíósalur. Þar er hægt að fljóta um á vindsæng og horfa á uppáhaldsmyndina sína.

Í myndasafninu hér að ofan má að auki sjá fleiri góðar sundlaugar sem gaman væri að synda í en húsin sem fylgja laugunum eru öll til sölu. 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Sundlaugar  • Lúxus