*

Sport & peningar 11. nóvember 2012

Sunnudagsboltinn dýrastur

Verðmætasti auglýsingatíminn vestanhafs er nú á sunnudögum.

Bandaríski fótboltinn sem sýndur er á sunnudögum (e. Sunday Night Football) er nú orðinn verðmætasti auglýsingatíminn í sjónvarpi vestanhafs.

Þannig kostar 30 sekúnda auglýsing nú um 545 þúsund Bandaríkjadali skv. útreikningum Forbes. American Idol var áður verðmætasti auglýsingatíminn en 30 sekúndna sjónvarpsauglýsing þar kostar um 500 þúsund dali.