*

Tölvur & tækni 18. febrúar 2013

Surface Pro í vinnuna

Eftir nokkur vandræði með að fóta sig í breyttum heimi, kann Microsoft að ná fótfestu með hinni nýju Surface Pro.

Andrés Magnússon

Surface Pro tölvan frá Microsoft fór í sölu um þarsíðustu helgi og seldist 128 GB útgáfan upp strax á mánudag.

Raunar ber mönnum ekki alveg saman um það hvort því réði mikil eftirspurn eða takmarkað framboð (sumar búðir fengu aðeins eitt eintak), en sennilegast á hvort tveggja við. Það segir sjálfsagt einnig sína sögu, að 64 GB útgáfan af Surface Pro virðist alls staðar vera til.

Microsoft hefur ekki gengið allt í haginn upp á síðkastið: Windows8 hefur engan veginn fengið þær við- tökur sem að var stefnt, Windows síminn hefur ekki heldur náð sér á strik og salan á upphaflegu almúgaútgáfunni af Surface var ömurleg. Markaðsrannsóknir benda til þess að á síðasta fjórðungi 2012 — þá selst mest af spjaldtölvum — hafi aðeins 3% notað stýrikerfi frá Microsoft.

Nánar er fjallað um tölvuna í blaðinu Tölvur og hugbúnaður sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.

Stikkorð: Microsoft  • Windows 8  • Surface Pro