Sushigryfjan opnaði nýverið í Lækjargötunni en Sushigryfjan er einnig til húsa í Smáralind. Hægt er að fá sushi af matseðli en einnig er hægt að velja sjálfur hráefnið í makirúlluna.
Ívar Unnsteinsson lærði sushigerð fyrir 10 árum hjá Guffa á Apótekinu. Í dag rekur hann ásamt tveimur öðrum Sushigryfjuna sem er til húsa í IÐU húsinu og í Smáralind. Hann segir vinsældir sushi hafa aukist mjög hratt undanfarin ár.