
Merkileg tíðindi berast úr herbúðum japanska bílaframleiðandans Suzuki sem er að vekja fólksbílinn Baleno aftur til lífsins. Baleno sem naut mikilla vinsælda hér á landi sem og víðar um síðustu aldamót. Bíllinn hvarf síðan af sjónarsviðinu en nú hefur Suzuki sett hann á markað á nýjan leik með talsvert breyttu sniði.
Hin nýja kynslóð Baleno kemur með hybrid vél ásamt tveimur öðrum sparneytnum bensínvélum, 1,0 lítra Boosterjet og 1250 Dual Jet. Meðaleyðsla er frá fjórum lítrum á hundraðið sem er býsna gott en bensínvélarnar eru með forþjöppu.
Þessar nýju bensínvélar eru með forþjöppu og hefur þyngd þeirra og umfang verið minnkuð. Baleno er vel búinn tæknibúnaði. Hann fæst með Apple CarPlay og MirrorLink. Tengiskjár snjallsímans, SLD, nýtir sér Apple CarPlay og MirrorLink.
Þegar samhæfður iPhone er tengdur kerfinu með USB tengingu gerir Apple CarPlay ökumann og farþegum kleift að hringja og svara símhringingum, spila tónlist úr símanum, senda og taka á móti skilaboðum og fá leiðarlýsingu, allt með raddskipunum eða fingrasnertingu á skjánum.
Að sama skapi birtir MirrorLink hin ýmsu smáforrit snjallsímans á snertiskjánum og þannig er hægt að nýta sér aðgerðir símans í gegnum skjáinn. Bíllinn er með bakkmyndavél sem varpar upp mynd af umhverfinu aftan við bílinn á skjáinn, þannig verður útsýnið aftur með bílnum skýrara þegar honum er bakkað. Suzuki bílar frumsýna nýja kynslóð af Baleno næstkomandi laugardag, 11. júní, kl. 12-17 í Skeifunni 17.