*

Ferðalög 19. október 2013

Svaf á götunni í Bandaríkjunum

Forstjóri Íslandsstofu lýsir eftirminnilegustu ferðinni sinni.

„Ég hef farið víða og margt séð, en eftirminnilegasta ferðin er örugglega níu vikna ökutúr um Bandaríkin sumarið 1972,“ segir Jón Ásbergsson, forstjóri Íslandsstofu um eftirminnilegustu ferðina sína. 

„Við vorum fjögur saman á ferð í 20 ára gömlum svörtum Ford póstburðarbíl. Ókum sem leiði lá frá Arkansas, gegnum Texas vestur til San Fransisco, síðan í norður og austur þvert yfir þetta stóra land. Þræddum þjóðgarðana einn af öðrum og sváfum þar úti, en undir bílnum í stórborgunum. Keyptum hvergi gistingu nema á YMCA í New York!“ bætir hann við. 

„Þegar ég, 30 árum síðar, benti konunni minni á bílastæðið á Fisherman´s Wharf í San Fransisco þar sem ég svaf á götunni, þá datt henni ekki í hug að trúa þessu bulli,“ segir Jón að lokum. 

Stikkorð: Jón Ásbergsson
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is