*

Ferðalög 21. febrúar 2014

Svakalegustu hótel í heimi

Hótelin sem þykja þau svakalegustu í heimi að mati Lonely Planet eru um allan heim og mörg ansi skrautleg.

Hótelin á topp tíu lista Lonely Planet yfir svakalegustu hótel í heimi eru ekki endilega þau vinsælustu í heimi en þau eru öll einstök, hvert á sinn hátt. Reyndir ferðamenn, sem kalla ekki allt ömmu sína, velja hótelin á listann og fjalla síðan um þau.

Sum hótelin eru heimsfræg og hafa verið til umfjöllunar á mörgum lífstílsmiðlum á meðan önnur eru minna þekkt, afskekkt og fá fáa gesti.

Hótelin sem þykja þau svakalegustu í heimi eru:

  1. Mihir Garh, Rajasthan, Indland.
  2. Planet Baobab, Gweta, Botswana. 
  3. Prendiparte B&B, Bologna, Ítalía. 
  4. Qasr Al Sarab, Sameinuðu arabísku furstadæmin. 
  5. Peppers Cradle Mountain Lodge, TAS, Ástralía.
  6. Free Spirit Spheres, British Columbia, Kanada. 
  7. Taskonak Hotel, Goreme, Cappadocia, Tyrkland.
  8. Thonga Beach Lodge, iSimangaliso Wetland Park, Suður-Afríka. 
  9. Saugerties Lighthouse, New York, Bandaríkin.
  10. The Gibbon Experience Treehouse, Bokeo Reserve, Laos.

Sjá nánar á CNN.

Stikkorð: Hótel  • Furðulegt  • Skemmtilegt