*

Hitt og þetta 20. desember 2013

Svakalegustu jólatré í heimi

Þriggja metra breið kristalstjarna frá Swarovski prýðir jólatré sem kemst á lista yfir svakalegustu jólatré heims.

Jólatrén sem komast á lista CNN yfir svakaleg jólatré eru ekki endilega þau hefðbundnustu í heimi. En trén eiga það þó öll sameiginlegt að vera stór og björt og hlaðin skrauti, þó sum séu úr legó eða makkarónum.

Skoðum nokkur tré á listanum: 

Jólatré Vilnius (Litháen)

Jólatréð er í raun beinagrind úr járni með greinum.

Jólatréð í Lególandi (Malasía)

Hæsta jólatré Asíu er jólatréð í Lególandi í Malsíu. Tréð er níu metrar á hæð og er búið til úr 400 þúsund legókubbum. Á herlegheitin er síðan búið að hengja á skraut og ljós.

Jólatréð við Rockefeller Center í New York

Þegar 23 metra háa norska tréð var sýnt í fyrsta skipti á aðventunni þá tróðu Mariah Carey, Leona Lewis og The Goo Goo Dolls upp. Tréð er 12 tonn að þyngd og er skreytt með 45 þúsund ljósum. Og toppurinn? Þriggja metra breið Swarovski kristalstjarna.

Jólatréð í Galeries Lafayette (París)

Galeries Lafayette þykir eitt flottasta verslunarhús heims. Tréð sem stendur þar inni er 20 metra hátt. Svissneski úraframleiðandinn Swatch tók þátt í því að hanna tréð, þar með talið litla leikfangaþorpinu sem er við fót trésins.

Hér er grein CNN í heild sinni þar sem lesa má um svakalegustu jólatré heims.

Stikkorð: New York  • Jólatré  • París  • Lególand í Malasíu  • Vilnius