*

Matur og vín 12. október 2013

Svanhildur Hólm: Reyni að borða rjóma með öllu

Viðskiptablaðið fékk nokkra vel valda einstaklinga til að segja frá því hvað þeir borða þegar enginn sér til.

Lára Björg Björnsdóttir

Hvernig væri að heyra hvað fólk borðar þegar myrkrið skellur á og enginn sér til? Sérstaklega í ljósi þess að meistaramánuður stendur yfir í öllu sínu heilsusamlega veldi og loforð og lýsingar á heilsusamlegu mataræði dynja á landsmönnum úr öllum áttum.

„Ég kann ekki að skammast mín svo ég borða allt fyrir opnum dyrum. Í gegnum tíðina hefur fólki reyndar fundist ýmislegt undarlegt við matarvenjur mínar, sem helst hafa verið kenndar við trukkabílstjóra, en hafa þó skánað mikið upp á síðkastið. Eftir mikið og langt rugltímabil ákvað ég að taka mataræðið í gegn og fékk Happ til að redda mér með brúna bréfpokanum, sem inniheldur um það bil allt sem fólk í krefjandi vinnu með langan vinnudag þarf á að halda. Ég áskil mér samt ennþá rétt til að borða stundum ís í staðinn fyrir mat og það kemur fyrir að ég kaupi bara eftirrétti á veitingastöðum. Ég hef látið ofan í mig ómælt magn af súkkulaðikökum af öllum stærðum og gerðum og svo halda vinir mínir því fram að ég reyni að borða rjóma með öllu, sem er kannski ekki alveg galið,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu og rætt við fleiri þjóðþekkta Íslendinga um hvað þeir borða þegar enginn sér til. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Matur  • Svanhildur Hólm Valsdóttir  • Gaman  • Fjör