*

Menning & listir 8. ágúst 2018

Svanurinn og Undir trénu hljóta verðlaun

Kvikmyndirnar Svanurinn og Undir Trénu voru verðlaunaðar á Skip City kvikmyndahátíðinni í Japan á dögunum.

Kvikmyndirnar Svanurinn og Undir Trénu voru verðlaunaðar á Skip City kvikmyndahátíðinni í Japan á dögunum, en það er ein stærsta kvikmyndahátíðin þar í landi.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson var valinn besti leikstjórinn fyrir Undir Trénu, en Svanurinn fékk sérstök heiðursverðlaun dómnefndar.

Myndirnar hafa ferðast vítt og breitt um heiminn síðasta ár, og unnið til fjölda verðlauna.

Hér má nálgast stiklur úr myndunum tveimur.