*

Bílar 12. febrúar 2016

Sveigði á milli sprengjugíganna

Logi Bergmann Eiðsson segir að bosnískur leigubílstjóri sé versti bílstjóri sem hann hafi ekið með.

Róbert Róbertsson

Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður er mikill bíla- áhugamaður. Hann hefur m.a. átt Porsche 911 sem fékk viðurnefnið ,,Grái fiðringurinn“. Logi segir frá háskalegri ökuferð í Sarajevó með bosnískum leigubílstjóra sem hann segir versta bílstjóra sem hann hafi ekið með.

Besti bílstjórinn að mati Loga er hins vegar Rúnar Freyr Gíslason leikari. Logi er um þessar mundir að stýra spurningaþættinum vinsæla Bombunni á Stöð 2.

Hver er uppáhaldsbíllinn sem þú hefur ekið?

,Ég er mjög ánægður með bílinn minn, Peugeot 508, og bara alveg helsáttur við að aka um á honum. En ég held að mér hafi fundist skemmtilegast að taka í Porsche 911 sem vinur minn átti og kallaði því skemmtilega nafni: „Grái fiðringurinn“. Eða kannski var það konan hans sem kom með nafnið.“

Hver er eftirminnilegasta bílferðin?

,,Kannski engin ein sérstök. En ég man helst eftir skemmtilegum bílferðum með börnunum mínum eftir að hafa sótt þau til dagmömmu og á leikskóla. Spjalla um margt, fara yfir daginn og meðtaka nýja speki. Þar hafa mörg gullkornin fallið.“

Hver er besti bílstjóri sem þú þekkir (fyrir utan sjálfan þig)?

,,Ég held að maður átti sig sjaldnast á því hver er í raun góður bílstjóri. Ég er mjög sáttur við Rúnar Frey Gíslason vin minn. Við höfum töluvert verið að skemmta saman, keyrðum til dæmis um Vestfirðina í fyrra. Rúnar Freyr býr yfir þeim glæsilega hæfileika að vera alltaf ökufær!”

Viðtal við Loga er í Bílum, fylgiblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.