*

Tíska og hönnun 18. júlí 2013

Sveitahöll í Chianti á Ítalíu

Sveitahöll síðan á 18. öld hefur verið gerð upp og búið er að útbúa minni íbúðir í höllinni. Tilvalið sveitahótel í mikilli náttúrufegurð á Ítalíu.

Falleg gömul sveitahöll, sem hefur verið breytt og skipt niður í litlar villur eða íbúðir, er til sölu í Chiantihéraði á Ítalíu.

Höllin hefur verið gerð upp en lögð var áhersla á að viðhalda upprunalegu útliti á meðan öll tækni er fyrsta flokks. Íbúðirnar eru frá 350 og upp í 750 fermetrar og þeim fylgir einkasundlaug. Þrjú til fimm svefnherbergi eru í hverri íbúð.

Auðvelt er að komast til og frá höllinni þar sem hún er rétt fyrir utan Sienna í Chiantihéraði. Höllin kostar 5,5 milljónir evra eða 878 milljónir króna. Nánari upplýsingar má finna hér. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir  • Chianti