*

Veiði 6. nóvember 2013

SVFR semur um urriðasvæðin í Laxá

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur framlengt saminga um leigu á veiðisvæðum í Laxárdal og Mývatnssveit.

Trausti Hafliðason

Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) og Veiðifélag Laxár og Krákár hafa framlengt samninginn um leigu á svonefndum urriðasvæðum í Laxá. Um er ræða svæðin í Laxárdal og Mývatnssveit. Samningar voru undirritaðir í gær af formönnum félaganna þeim Bjarna Júlíussyni og Jóni Benediktssyni.

„Það er með mikilli ánægju sem stjórn SVFR framlengir samninginn um þessi glæsilegu veiðisvæði. Veiðin, áin, umhverfið og öll náttúran á svæðinu er svo sannarlega einstök á heimsvísu eins og svo margir veiðimenn og konur þekkja svo vel. Þá hefur vegur þessa svæðis farið vaxandi á meðal erlendra veiðimanna sem heillast af af þeim möguleika að geta veitt allt að 70 sentimetra stórum urriðum.,“ segir í tilkynningu frá SVFR.

„Eins og margir vita voru svæðin rekin af veiðiréttareigendum í mörg ár en voru svo voru boðin út árið 2008. Svo fór að veiðiréttareigendur ákváðu að semja við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, þó svo að félagið hafi ekki átt hæsta tilboðið. SVFR hefur síðan verið með svæðin innan sinna vébanda frá sumrinu 2009. Upphaflega var samið til fimm ára og nú hafa aðilar orðið ásáttir um að framlengja samninginn. Fyrirkomulag verður með líkum hætti og áður hefur verið, veiði hefst undir lok mai og veitt verður út ágúst. Sala veiðileyfa hefur gengið ágætlega sl. tvo ár og við höfum orðið vör við vaxandi áhuga innlendra sem erlendra veiðimanna á veiðileyfum næsta sumar.“

Stikkorð: Bjarni Júlíusson  • SVFR