*

Bílar 23. mars 2014

Svíakóngur með bíladellu

Í bílskúr svíakóngs eru Pontiac Tempest frá 1966, De Tomaso Pantera frá 1971, Porsche 911 frá 1987 og annar slíkur frá 1973.

Karl XVI Gústaf Svíakonungur er mikill bílaáhugamaður og hefur safnað fjölmörgum bílum um ævina. Í hinum konunglega bílskúr hans, sem er í gömlu hesthúsi við konungshöllina í Stokkhólmi, er fjöldi allskonar bíla og er verðmæti flotans talið í tugum milljóna sænskrakróna. Þetta kemur fram í sænska dagblaðinu Expressen. Í bílskúr kóngsins eru Pontiac Tempest frá 1966, De Tomaso Pantera frá 1971, Porsche 911 frá 1987 og annar slíkur frá 1973. Þá má einnig nefna Ford Mustang Shelby frá 1966, AMC Cobra frá 1966, Volvo PV60 frá 1946 og loks Mercedes-Benz 500.

Þá á kóngurinn einnig nýja bíla frá Saab og Volvo sem hann notar dags daglega. Mismunandi er hvort eldri og verðmætari bílar kóngsins eru á númerum eður ei en hann mun sjálfur stýra því af miklum áhuga hvaða bílar eru skráðir í þetta og hitt skiptið að sögn Expressen m.a. til að spara tryggingar og skatta.

Fréttin birtist upphaflega í sérblaðinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnumTölublöð.

Stikkorð: Bílar