*

Bílar 27. janúar 2021

Svíar fjölga rafdrifnum strætisvögnum

Strætisvagnar knúnum metangasi og dísil verður skipt út fyrir rafknúna vagna í Gautaborg að fullu árið 2023.

Róbert Róbertsson

Rafdrifnum strætisvögnum fjölgar í Svíþjóð á kostnað metangasvagna. Í Gautaborg eru nú 30 rafdrifnir strætisvagnar í umferð og stefnt er á að fjölga þeim á næstu 2-3 árum. Borgaryfirvöld í Gautaborg stefna á að almenningssamgöngur verði rafvæddar að fullu í borginni árið 2023 til að minnka losun koltvísýrings frá almenningssamgöngum. Þetta kemur fram í tímaritinu Bussmagasinet.

Bæði metangas og rafknúnar rútur eru án útblásturs jarðefnaeldsneytis, en umskipti frá metangasvinnslu í rafknúna notkun leiðir til mikillar minnkunnar í annarri losun samkvæmt bráðabirgðatölum rafknúinna strætisvagna í borgarumferð í Gautaborg.

Í samanburði við metangasstrætó minnkar losun koltvísýrings um 88 prósent og um 97 prósent af köfnunarefnisoxíði ef miðað er við bráðabirgðatölurnar sem eiga við um fyrstu þrjá rafdrifnu strætisvagnanna í borgarumferð samkvæmt tölum frá Umferðarstofu Gautaborgar. Þá er hljóðmengun rafdrifinna vagna nánast engin á meðan hljóðmegun er svipuð í metan- og dísilvögnum.

„Hér er virkilega hægt að tala um bestu fáanlegu tækni sem rafbílar koma með á markaðinn,“ sagði Malin Andersson frá Umferðarstofu Gautaborgar sem var stjórnandi á málþingi um rafbíla í Transportforum í Linköping á síðasta ári.

Í dag keyra 30 rafknúnar strætisvagnar í umferðinni í borginni en umferðin verður rafvædd að fullu á næstu árum með tveimur stórum innkaupum á rafknúnum strætóum til viðbótar. Á sama tíma munu metangas- og dísilvagnar smám saman hverfa.

Gautaborg er brautryðjandaborg í Svíþjóð þegar kemur að rafvæddri strætóumferð. Strax árið 2011 byrjaði HyperBus verkefnið með tengitækni fyrir tvinnbifreiðar, hraðhleðslustöðvar og prófanir á rafknúnum strætisvögnum.

Árið 2013 var ElectriCity stofnað og fyrstu rafvæddu strætisvagnarnir komu á línu 55. Árið 2018 komu rafknúnir stærtisvagnar á línu 16 og síðan hefur þeim fjölgað í alls 30 rafvædda vagna á síðustu tveimur árum.

Það er mikill metnaður í Gautaborg og víðar í Svíþjóð að fjárfesta í rafknúnum strætisvögnum og rafvæða þannig algerlega almenningssamgöngur. Með þessu ætla borgaryfirvöld í Gautaborg að minnka losun koltvísýrings frá almenningssamgöngum um 90 prósent fyrir árið 2035.

Stikkorð: Svíþjóð  • Gautaborg  • Linköping  • Malin Andersson