*

Tölvur & tækni 23. október 2014

Svifhjólin framundan

Nýsköpunarfyrirtækið Hoverbike stendur fyrir söfnun á Kickstarter til þess að markaðssetja svifhjól.

Nýsköpunarfyrirtækið Hoverbike er með í smíðum svifhjól sem hafa burðargetu til þess að flytja fólk milli staða. Segir fyrirtækið að um byltingu í flugi sé að ræða þar sem hjólið sé hannað til þess að fljúga eins og þyrlur en kosti minna og geti gert svo miklu betur.

Fyrirtækið hefur hafið söfnun á Kickstarter til þess að markaðssetja svifhjól sem eru þriðjungur að stærð mannaða svifhjólsins sem fyrirtækið hyggst setja á markað síðar. Setti fyrirtækið sér það að markmiði að safna þar 30 þúsund pundum, en söfnunin hefur gengið vonum framar og stendur nú í rúmum 64 þúsund pundum.

Fyrirtækið ætlar að nota fjármagnið úr söfnunni á Kickstarter til þess að koma smáhjólinu í sölu og tryggja þannig innstreymi fjármagns svo unnt sé að ljúka við gerð mannaða svifhjólsins. Áætlar fyrirtækið að það muni kosta um 1,1 milljón bandaríkjadollara.

Myndband af svifhjólinu:


Stikkorð: Hoverbike  • Svifhjól